Wilmer Kjusa
Wilmer Kjusa
Stærðir: fyrirburi (0) 1-3 (3-6) 6-9 (9-12) mánaða // 1-2 (2-3) ára
Prjónfesta: 24 m = 10 cm
Garn: Sandnes Garn Double Sunday (50g/108m)
Garnmagn: 24 (27) 31 (36) 38 (39) // 40 (43) grömm
Prjónastærðir: Hringprjóna nr. 3 mm og 3,5 mm, og sokkaprjóna nr 3,5 mm eða 80cm hringprjón í Magic Loop.
Um uppskriftina
Wilmer Kjusa er fljótprjónuð kjusa/hetta/húfa með flottu en einföldu mynstri. Fyrst er prjónaður kantur með garðaprjóni, svo er prjónað fram og tilbaka með mynstri. Prjónið er svo tengt saman í hring og prjónað er slétt prjón ásamt úrtöku aftan á kollinum. Svo eru teknar upp lykkjur meðfram háls til að prjóna kant með garðaprjóni og að lokum er prjónuð i-cord snúra beggja megin.
Athugið að magn garns sem gefið er upp hér að ofan er fyrir Sandnes Garn Double Sunday og er einungis til viðmiðunar þar sem við prjónum öll misfast/laust. Þú ættir því að reikna með nokkrum grömmum auka til öryggis.