Trudeknits
Wilmer Jakkapeysa
Wilmer Jakkapeysa
Kunne ikke laste inn hentetilgjengelighet
Stærðir: 1-3 (3-6) 6-9 (9-12) mánaða // 1 (2) 3 (4) 6 (8) ára
Ummál: ca. 48 (50) 53 (58) // 62 (64) 68 (70) 72 (76) cm
Garn: Sandnes Garn Double Sunday (50g/108m)
Garnmagn: 150 (150) 150 (200) // 200 (250) 250 (300) 350 (350) gr
Prjónfesta: 22x29 lykkjur á prjón nr. 4 = 10 cm með sléttu prjóni.
Prjónastærðir: Hringprjóna nr. 3,5mm og 4mm og sokkaprjóna nr. 3,5 mm og 4 mm. Einnig gengur að nota 80cm hringprjón í Magic Loop.
Annað: 6 tölur ca. 12-15 mm.
Um uppskriftina
Wilmer jakkapeysan er hin fullkomna hversdags peysa, sem passar bæði í leikskólann og yfir sparifötin. Peysan er prjónuð neðan frá og upp með mynstri á framstykki. Peysan er prjónuð með miðlægri úrtökulínu eins og sjá má á mynstursteikningunni. Að lokum eru teknar upp lykkjur til þess að prjóna tölukantinn.
Share
