Trudeknits
Wilmer Fullorðins Vettlingar
Wilmer Fullorðins Vettlingar
Kunne ikke laste inn hentetilgjengelighet
Stærðir: XS (S/M) L/XL
Lengd handar: ca. 18 (20) 22 cm
Breidd: ca. 9,5 (10) 11 cm
Prjónfesta: 22 l = 10 cm með sléttu prjóni
Prjónastærð: Sokkaprjónar nr. 3 mm og 3,5 mm eða 80 cm hringprjónar til þess að gera Magic Loop.
Garnmagn ef notaður er einn þráður:
100 gr Sandnes Garn Double Sunday (50gr/108m)
Garnmagn fyrir tvo þræði: 50 gr Sandnes Garn Tynn Peer Gynt (50gr/205m) ásamt Sandnes Garn Tynn Silk Mohair (25gr/212m)
Um uppskriftina
Wilmer fullorðins vettlingar eru prjónaðir frá stroffi og upp. Þeir eru prjónaðir með mynstri yfir mitt handabakið og sléttu prjóni inni í lófanum. Lykkjur fyrir þumal eru prjónaðar á hjálparband í öðrum lit, og lykkjurnar svo teknar upp í lokin beggja megin við hjálparbandið til þess að prjóna þumalinn.
Share

