Wilmer Barnapeysa
Wilmer Barnapeysa
Stærðir: 0-3 (3-6) 6-9 (9-12) mánaða // 1 (2) 3 (4) 6 (8) ára
Ummál: ca. 48 (50) 53 (58) // 62 (64) 68 (70) 72 (76) cm
Prjónfesta:
22x28 lykkjur á prjón nr. 4 = 10x10 cm
Garn: Sandnes Garn Double Sunday (50g/108m)
Garnmagn: 150 (150) 200 (200) // 200 (250) 300 (300) 350 (350) gr
Prjónastærðir: Hringprjóna nr. 3,5mm og 4mm (60 cm) og sokkaprjóna nr. 3,5 mm og 4 mm. Einnig gengur að nota 80cm hringprjón í Magic Loop.
Um uppskriftina
Wilmer barnapeysa er hin fullkomna peysa, hún passar bæði í leikskólann og sem sparipeysa. Peysan er prjónuð neðan frá og upp. Mynstur er prjónað fyrir miðju að framan og að aftan, annars er hún prjónuð slétt. Ermarnar eru prjónaðar slétt í hring, þangað til allt er sett saman og byrjað á úrtöku til laska (raglan). Á meðan laskinn er prjónaður á einnig að fylgja mynsturteikningunni. Þessi peysa passar vel fyrir bæði stelpur og stráka <3